Home Fréttir Í fréttum Vilja spennistöð við Hörpu

Vilja spennistöð við Hörpu

153
0
Spennistöðin á að vera á Faxag­arði við Aust­ur­höfn­ina. Teikn­ing/​Batte­ríið arki­tekt­ar

Faxa­flóa­hafn­ir hafa lagt fram um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar varðandi breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi Aust­ur­hafn­ar þar sem lagt er til að bætt verði við nýrri lóð á Faxag­arði fyr­ir spenni- og raf­dreif­istöð auk vaktaðstöðu.

<>

Faxag­arður er á milli Hörpu og þeirra bygg­inga sem nú rísa við Hafn­ar­torg.

Í breyt­ing­ar­til­lögu að deili­skipu­lagi sem unnið er af Batte­rí arki­tekt­um er gert ráð fyr­ir að bygg­ing­in verði 250 fer­metr­ar að stærð, þar verði um 150 fer­metr­ar und­ir­lagðir spennistöð, auk aðstöðu fyr­ir hafn­ar­gæslu, aðgangs­stýr­ingu að hafn­ar­stöðu sem fel­ur meðal ann­ars í sér skil­ríkja­skoðun og mögu­legt af­drep fyr­ir farþega.

Fram kem­ur að gerðar verði háar kröf­ur um út­lit bygg­ing­ar­inn­ar og skuli hún taka til­lit til um­hverf­is með vönduðu efn­is­vali.

Borg­ar­ráð samþykkti að aug­lýsa til­lög­una um breyt­ingu á deili­skipu­lagi, en áður hafði skipu­lags- og sam­gönguráð samþykkt hana.

Byggingin sem um ræðir er númer 14 á teikningunni.
Bygg­ing­in sem um ræðir er núm­er 14 á teikn­ing­unni. Teikn­ing/​Batte­ríið arki­tekt­ar
Heimild: Mbl.is