Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endurbyggingu á 4,8 km kafla á Borgarfjarðarvegi (94 07-08) frá Ytri Hvannagilsá í Njarðvík og um Njarðvíkurskriður að Landsenda á Borgarfirði eystra. Vegurinn verður endurbyggður að mestu leyti í vegstæði núverandi vegar með nokkrum lagfæringum. Á hluta útboðskaflans (1,9 km) liggur vegurinn um Njarðvíkurskriður, þar gerðar eru talsverðar lagfæringar á legu vegarins með umtalsverðum skeringum og fyllingum.
Helstu magntölur eru:
- Ónothæfu efni jafnað á losunarstað 20.000 m3
- Bergskeringar 2.500 m3
- Fyllingar og fláfleygar úr skeringum 84.000 m3
- Ræsalögn 356 m
- Styrktarlag 20.100 m3
- Burðarlag 5.700 m3
- Tvöföld klæðing 34.000 m2
- Grjótkassar (Gabíonar) 70 stk.
- Uppsetning á vegriði 1.750 m
- Frágangur fláa 115.000 m
- Jarðstrengir 2.700 m
Vinnu við skeringar og fyllingar í Njarðvíkurskriðum á milli stöðva 15900 – 16600 skal lokið fyrir 15. desember 2018. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. september 2019.
Útboðsgögnin eru seld hjá Vegagerðinni Búðareyri 11-13 á Reyðarfirði og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 11. september 2018. Verð útboðsgagna er 2.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 25. september 2018 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.