Home Fréttir Í fréttum Byggingarfyrirtækið Eykt ehf. hagnaðist um 174 milljónir króna á síðasta ári

Byggingarfyrirtækið Eykt ehf. hagnaðist um 174 milljónir króna á síðasta ári

457
0
Mynd: Haraldur Guðjónsson /vb.is

Byggingarfyrirtækið Eykt ehf. hagnaðist um 174 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 119 milljónir árið 2016.

<>

Byggingarfyrirtækið Eykt ehf. hagnaðist um 174 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 119 milljónir árið 2016 og jókst hann því um 55 milljónir milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi félagsins.

Rekstartekjur félagsins námu um 6 milljörðum króna árið 2017 en þær voru rétt tæpir 5 milljarðar árið á undan. Þá voru laun- og launatengd gjöld 796 milljónir króna á síðasta ári og jukust um 93 milljónir króna milli ára.

Rekstarhagnaður félagsins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 303 milljónum króna á síðasta ári miðað við 221 milljón árið á undan.

Eignir Eyktar í árslok námu 1,9 milljörðum króna en eigið fé var 502 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins er nú 26%. Einn hluthafi er í fyrirtækinu en það er Mókollur ehf.

Eykt ehf. er þekkingarfyrirtæki í byggingariðnaði og fæst það við mannvirkjagerð, húsbyggingar og viðhaldsverkefni. Um þessar mundir er fyrirtækið að byggja skrifstofu og íbúðarhúsnæði við Höfðatorg.

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Páll Daníel Sigurðsson og stjórnarformaðurinn er Pétur Guðmundsson.

Heimild: Vb.is