Á hverjum degi breytist ásýndin á Sementsverksmiðjunni þar sem stórvirk vinnutæki eru að störfum við niðurrif á byggingum á svæðinu.
Efnigeymslan við Faxabraut er á góðri leið með að hverfa eins og sjá má þessum myndum sem teknar voru fyrir nokkrum dögum.
Mikið magn af brotajárni og öðru byggingarefni fellur til við niðurrifið á byggingunum á þessu svæði.

Á dögunum kom skip í Akraneshöfn sem tók við brotajárni og öðru slíku frá verksmiðjusvæðinu.
Heimild: Skagafrettir.is