Home Fréttir Í fréttum Vilja ákvörðun um Fjarðarheiðargöng í haust

Vilja ákvörðun um Fjarðarheiðargöng í haust

167
0
Mynd: Austurfrett.is

Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar leggur áherslu á að Fjarðarheiðargöng sjáist á nýrri samgönguáætlun sem væntanleg er á Alþingi í haust. Rétt sé að farið verið í göngin strax að loknum Dýrafjarðargöngum.

<>

Þetta kemur fram í áskorun sem fráfarandi bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum í júnímánuði.

Þar er skorað á samgönguráðherra, ríkisstjórn og Alþingi að fylgja eftir undirbúningi að Fjarðarheiðargöngum og síðan framkvæmdum samkvæmt gildandi samgönguáætlun.

Jafnframt þurfi að tímasetja og ákveða framlög til ganganna í samgönguáætlun í haust auk þess að hafa verkefnið til hliðsjónar við endurskoðun fjármálaáætlunar 2019.

Bent er á að Seyðisfjörður sé auk nágrannanna á Borgarfirði eystra eina byggðarlagið þar sem íbúarnir þurfi að fara um háa fjallvegi til að komast inn í almenna vegagerið. Það sé algjörlega óásættanlegt. Úrbætur séu bæði öryggismál og mikilvæg gátt fyrir ferðaþjónustu þar sem heiðin sé hluti af beinni tengingu Íslands við Evrópu.

Minnt er á ályktun Alþingis frá árinu 201 um að Fjarðarheiðargöng verði næst á eftir Dýrafjarðargöngum. Þau séu langt komin og því ekki eftir neinu að bíða. Þá er minnt á að ályktanir aðalfunda Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sýni samstöðu austfirskra sveitarstjórnarmanna um göngin.

„Verkefnið fer vel saman við yfirlýsingar ríkisstjórnar og áform um uppbygginu innviða í landinu. Þá bendir bæjarstjórn Seyðisfjarðar á að verkefnið er utan þeirra svæða landsins þar sem þensla ríkir og ætti því ekki að vera til þess fallið að raska efnahagslegu jafnvægi á nokkurn máta.

Bæjarstjórn Seyðisfjarðar vill því enn og aftur hvetja samgönguráðherra, ríkisstjórn og Alþingi til að líta á þær staðreyndir sem liggja fyrir um undirbúning Fjarðarheiðarganga og láta verkin tala.“

Heimild: Austurfrett.is