Home Fréttir Í fréttum Enn stefnt á sól­arkís­il­verk­smiðju á Grund­ar­tanga

Enn stefnt á sól­arkís­il­verk­smiðju á Grund­ar­tanga

139
0
Hvíti ramm­inn á mynd­inni sýn­ir lóðina á Grund­ar­tanga þar sem til stóð að Silicor Mater­ials reisti sól­arkís­il­verk­smiðju

Enn er stefnt að því að reisa sól­arkís­il­ver hér á landi. Sunnu­vell­ir, sem stofnað var í kring­um fjár­fest­ingu ís­lenskra líf­eyr­is­sjóða og fjár­festa í upp­bygg­ingu á sól­arkís­il­verk­smiðju Silicor Mater­ials á Grund­ar­tanga, nýttu sölu­rétt­ar­á­kvæði til að tryggja rétt sinn gagn­vart banda­ríska móður­fé­lag­inu.

<>

Þetta kem­ur fram í Viðskipta­blaðinu í dag. Þar seg­ir að Ómar Örn Tryggva­son, stjórn­ar­formaður Sunnu­valla, telji fjár­fest­ing­una ekki tapað fé þó að fallið hafi verið frá áform­um um sól­arkís­il­ver á Grund­ar­tanga á sín­um tíma.

Síðasta haust féll Silicor Mater­ials frá samn­ing­um við Faxa­flóa­hafn­ir um lóð og hafn­araðstöðu á Grund­ar­tanga. Þá sagði Michael Rus­so, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, í sam­tali við Morg­un­blaðið að ákveðið hafi verið að hægja á und­ir­bún­ingn­um og að fjár­mögn­un verk­efn­is­ins hef­ði verið tek­in til end­ur­skoðunar.

„Við þurft­um að taka eitt eða tvö skref til baka og end­ur­meta stöðuna en við höf­um full­an hug á að halda verk­efn­inu áfram, því hef­ur ekki verið hætt,“ seg­ir Rus­so um fjár­mögn­un­ina í Morg­un­blaðinu í dag, en erfiðara reynd­ist að fjár­magna verk­efnið en Silicor Mater­ials taldi í fyrstu.

Heimild: Mbl.is