Uppsteypa brúargólfs á nýrri göngubrú yfir Breiðholtsbraut milli Seljahverfis og Fellahverfis hefst klukkan hálf átta á laugardaginn. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki klukkan hálf þrjú sama dag.
Á meðan framkvæmdir standa yfir verður Breiðholtsbraut lokuð milli gatnamóta Seljaskóga og Jaðarsels ásamt því að aðgangur frá Norðurfelli verður lokaður.
Í tilkynningu sem verkfræðistofan Efla sendir fyrir hönd Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar er vegfarendum bent á hjáleið um Seljabraut og að fylgjast með vegmerkingum.
Heimild: Ruv.is