Home Fréttir Í fréttum Fimm sinnum fleiri hjá starfsmannaleigum

Fimm sinnum fleiri hjá starfsmannaleigum

102
0
Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Um 33 þúsund erlendir starfsmenn eru á íslenskum vinnumarkaði, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Fjöldi starfsfólks starfsmannaleiga hefur fimmfaldast frá 2016.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur fjöldi erlendra starfsmanna á Íslandi aukist milli ára. Á fyrsta ársfjórðungi 2018 voru erlendir starfsmenn 17,5% vinnandi fólks, en var 15,1% á sama ársfjórðungi 2017.

<>

Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hefur störfum fjölgað um 17 þúsund undanfarin þrjú ár. Þessari miklu eftirspurn hefur að einhverju marki verið mætt með aukinni atvinnuþátttöku og fækkun atvinnulausra, en að stærstum hluta til með því útlendingar hafa flust hingað til lands til starfa og þá karlar í miklum meirihluta.

Fjöldi starfsfólks starfsmannaleiga hefur fimmfaldast frá 2016, var þá um 300 manns en er nú um fimmtán hundruð. Þá hefur starfsmannaleigum fjölgað úr tuttugu í þrjátíu. Að sögn Halldórs Grönvolds, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ, hefur innlendum starfsmannaleigum fjölgað umfram þær erlendu.

Lög um breytingu á réttindum og skyldum starfsmannaleiga og um eftirlit með þeim voru samþykkt á Alþingi í júní. Samkvæmt þeim er kveðið á um keðjuábyrgð fyrirtækja sem kaupa þjónustu starfsmannaleiga í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.

Heimild: Ruv.is