Home Fréttir Í fréttum Kærunefnd útboðsmála stöðvaði samkeppnisútboð Stapaskóla – Framkvæmdir tefjast

Kærunefnd útboðsmála stöðvaði samkeppnisútboð Stapaskóla – Framkvæmdir tefjast

408
0
Samanset mynd. Staðsetning Stapaskóla í Reykjanesbæ. Mynd: Reykjanesbær

Innkaupaferli Ríkiskaupa og Reykjanesbæjar, vegna  verkhönnunar og verkframkvæmdar við byggingu Stapaskóla í Dalshverfi í Reykjanesbæ hefur verið stöðvað um stundarsakir, eftir ákvörðun kærunefndar útboðsmála. Lægstbjóðandi í verkefnið, verktakafyrirtækið Munck krafðist þess að kærunefnd útboðsmála stöðvaði „ferli samkeppnisviðræðna“ með kæru til nefndarinnar.

<>

Þá krafðist fyrirtækið þess að nefndin felli úr gildi ákvarðanir Reykjanesbæjar um „höfnun tilboðs sem og ákvörðun um að hefja ferli samkeppnisviðræðna.“ Jafnframt var óskað álits kærunefndar útboðsmála á skaðabótaskyldu varnaraðila, en kærunefndin tók þann þátt kærunnar ekki fyrir og bíður úrlausn málsins að því leyti endanlegs úrskurðar.

Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar kemur þessi niðurstaða til með að tefja framkvæmdir við byggingu skólans, en ekki liggur enn fyrir hversu miklar tafirnar verða.

Kennsla fer fram í Stapaskóla, en kennt er í bráðabirgðarhúsnæði. Unnið er að stækkun þess fyrir næsta skólaár.

Heimild: Suðurnes.net