Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir hafnar við sex íbúða hús á Húsavík

Framkvæmdir hafnar við sex íbúða hús á Húsavík

224
0
Mynd: 640.is(Hafþór Hreiðarsson

Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar á lóðinni að Höfðavegi 6 en þar hyggst Trésmiðjan Rein reisa sex íbúða hús á einni hæð.

<>

Steinsteypir ehf. sér um jarðvegsframkvæmdirnar á lóðinni sem er við enda gamla gæsluvallarins á milli Höfðavegar og Laugarbrekku.

Eins og áður segir eru íbúðirnar sex að tölu. Að sögn Ragnars Hermanssonar hjá Rein er annars vegar um að ræða fjórar tveggja herbergja íbúðir sem eru 57-60 m2 að stærð. Hinar tvær eru stærri eða þriggja herbergja og 77-80 m2 að stærð.

Innangengt verður í íbúðir úr sameiginlegum gangi sem liggur langsum í gegnum húsið.

“Við erum að vonast til að ná að loka húsinu fyrir veturinn, en sökklar verða forsteyptir hjá okkur ásamt því að útveggjaeiningar verða forsmíðaðar inni á verkstæði okkar hér að Víðimóum 8”. Segir Ragnar en húsið verður klætt að utan með blöndu af timbri og bárujárni.

Heimild: 640.is