Home Fréttir Í fréttum Útiloka viðgerðir á núverandi veggjum Orkuveituhússins

Útiloka viðgerðir á núverandi veggjum Orkuveituhússins

308
0
Mynd: Vísir/Vilhelm

Enn liggur ekkert fyrir um hvaða leið stjórnendur Orkuveitunnar hyggjast velja varðandi framtíð orkuveituhússins á Bæjarhálsi en haustið 2015 uppgötvuðust rakaskemmdir og mygla í svokölluðu vesturhúsi en sú leið hefur verið útilokuð að gera viðgerðir á núverandi veggjum vesturhússins sem nú stendur autt.

<>

Í kjölfar ástandsskoðunar á húsinu gáfu verkfræðistofur upp nokkrar lausnir, þó miskostnaðarsamar séu, til að lagfæra eða endurbyggja með öllu veggina.

Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir í samtali við Vísi að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvaða leið verði farin en hann segir þó að útilokað sé að gera viðgerðir á núverandi veggjum sem hafa orðið fyrir rakaskemmdum. Hann segir að það hafi ekki þótt á vetur setjandi að endursetja saman eins flókna smíð og vesturhúsið sé.

Kostnaðurinn við að lagfæra veggina hefði verið um 1.500 mkr. og hefði auk þess dugað skammt því áætlaður líftími er 15 ár og  þá hefði framkvæmdin tekið um 33 mánuði.

Ýmsar leiðir í boði
Sex leiðir hafa verið til skoðunar til lausna á vandamálinu. Ein leiðin er að klæða vesturhúsið svokallaðri „regnkápu“ úr gleri. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 1.740 m.kr. og yrði 18 mánuði í framkvæmd.

Aðrar leiðir eru að reisa nýja veggi með álgluggakerfi. Það myndi kosta rúmlega 2.880 milljónir króna og tæki 33 mánuði í framkvæmd. Þá er einnig til skoðunar að rífa vesturhúsið og byggja nýtt og minna hús á grunni þess gamla.

Sú leið myndi reynast kostnaðarsömust en áætlaður kostnaður er 3.20 milljónir króna og tæki 42 mánuði í framkvæmd. Önnur leið lýtur einnig að því að rífa vesturhúsið en flytja starfsemina í önnur hús á lóðinni. Það myndi kosta 2.150 milljónir króna. og tæki átján mánuði í framkvæmd.

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar greindi frá stöðu mála á blaðamannafundi síðsta haust. Til hægri á myndinni sjást dæmi um rakaskemmdir á vesturhúsinu.

Aðspurður hvernig framkvæmdirnar verði fjármagnaðar svarar Eiríkur: „Það fer eftir því hvað þetta verða miklir peningar sem menn sjá fram á að þurfi að setja í þetta.“ Það er því enn óljóst hver það verður sem greiðir fyrir verkið.

Eiríkur segir að þegar svona miklir fjármunir séu í húfi sé ekki gott að ana að neinu. Ákvörðunin verði að vera vel ígrunduð en að sögn Eiríks mun ákvörðunin liggja fyrir innan fárra mánaða.

Stjórn Orkuveitunnar
Ársfundur orkuveitunnar var haldinn síðasta fimmtudag en á honum var kjöri stjórnar OR lýst.

Aðalmenn af hálfu Reykjavíkurborgar eru: Brynhildur Davíðsdóttir, formaður, Gylfi Magnússon, varaformaður, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Hildur Björnsdóttir (sem kemur inn fyrir Áslaugu Friðriksdóttur) og Kjartan Magnússon. Varamenn eru: Auður Hermannsdóttir, Margrét S. Björnsdóttir, Páll Gestsson, Katrín Atladóttir og Björn Gíslason.

Guðjón Viðar Guðjónsson er aðalmaður fyrir Akraneskaupstað og Geir Guðjónsson er varamaður. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir er aðalmaður í stjórn fyrir Borgarbyggð og Lilja Björg Ágústsdóttir varamaður.

Heimild: Visir.is