Home Fréttir Í fréttum Byggingariðnaður og mannvirkjagerð vex hraðast

Byggingariðnaður og mannvirkjagerð vex hraðast

291
0
Mynd: Vísir/Pjetur

Í nýrri greiningu SI kemur fram að byggingariðnaður og mannvirkjagerð sé sú grein hagkerfisins sem er að vaxa hraðast um þessar mundir. Í heild fjölgaði launþegum í hagkerfinu um 4% á fyrsta ársþriðjungi en á sama tíma fjölgaði launþegum í byggingariðnaði og mannvirkjagerð um tæplega 14%. Í greiningunni segir jafnframt að byggingariðnaður og mannvirkjagerð beri því uppi fjölgun starfa í hagkerfinu að stórum hluta um þessar mundir.

<>

Þá segir að fjárfesting í hagkerfinu hafi aukist um 11,6% á fyrsta fjórðungi þessa árs frá sama ársfjórðungi í fyrra skv. tölum sem Hagstofa Íslands birti. Vöxtinn má að mestu rekja til íbúðafjárfestinga sem jókst um 38% sem er mikill vöxtur. Á sama tíma jókst fjárfesting atvinnuvega um 7,1% og fjárfesting hins opinbera um einungis 2,2%.

Heimild: SI.is