
Starfsmenn þýska fyrirtækisins Oidtmann byrjuðu í gær að taka niður steinda glugga Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju.
Gluggarnir verða sendir til viðgerðar á verkstæði Oidtmann í Linnich í Norður-Þýskalandi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Listiðnaðarverkstæðið þýska gerði gluggana á sínum tíma eins og fleiri gluggalistaverk í íslenskum kirkjum. Stefan Oidtmann rekur nú fyrirtækið sem hefur verið í eigu fjölskyldu hans í rúm 160 ár.
Heimild: Mbl.is