Home Fréttir Í fréttum Glugg­ar Kópa­vogs­kirkju í viðgerð í Þýskalandi

Glugg­ar Kópa­vogs­kirkju í viðgerð í Þýskalandi

214
0
Glugg­arn­ir verða send­ir til viðgerðar á verk­stæði Oidt­mann í Linnich í Norður-Þýskalandi. Mynd: mbl.is/​​Hari

Starfs­menn þýska fyr­ir­tæk­is­ins Oidt­mann byrjuðu í gær að taka niður steinda glugga Gerðar Helga­dótt­ur í Kópa­vogs­kirkju.

<>

Glugg­arn­ir verða send­ir til viðgerðar á verk­stæði Oidt­mann í Linnich í Norður-Þýskalandi, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Listiðnaðar­verk­stæðið þýska gerði glugg­ana á sín­um tíma eins og fleiri gluggalista­verk í ís­lensk­um kirkj­um. Stef­an Oidt­mann rek­ur nú fyr­ir­tækið sem hef­ur verið í eigu fjöl­skyldu hans í rúm 160 ár.

Heimild: Mbl.is