Home Fréttir Í fréttum Þrjú tilboð undir kostnaðaráætlun við nýtt þjóðarsjúkrahús

Þrjú tilboð undir kostnaðaráætlun við nýtt þjóðarsjúkrahús

434
0
Nýtt rannsóknarhús Landspítala við Hringbraut verður þar sem bílastæðin eru nú við Læknagarð. Mynd: Nýr Landspítali ohf

dag voru opnuð tilboð hjá Ríkiskaupum vegna framkvæmda við nýtt þjóðarsjúkrahús við Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu. Um er að ræða framkvæmdir við jarðvinnu fyrir meðferðarkjarnann, götur, göngustíga, bílastæði og annan lóðafrágang, ásamt fyrirhuguðum bílakjallara. Bygging nýs meðferðarkjarna er hluti af heildaruppbyggingu Hringbrautarverkefnisins.

<>

Aðrar byggingar eru nýtt sjúkrahótel, sem þegar er risið og verður tekið í notkun innan skamms, rannsóknahús og bílastæða-, tækni- og skrifstofuhús.

Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH: „Opnun tilboða hér í dag í jarðvinnu vegna nýs þjóðarsjúkrahúss er stór áfangi fyrir alla landsmenn og ekki síst fyrir sjúklinga.

Nýr meðferðarkjarni mun hafa mikil jákvæð áhrif á heilbrigðisþjónustuna og verða meginstoðin í nýju spítalaþorpi sem mun rísa við Hringbraut.

Áætlanir okkar eru þær að byggingu spítalans verður lokið 2024 í samræmi við fjármálaáætlun 2019-2023.

Unnið er að hönnun meðferðarkjarnans en hún er í höndum Corpus-hópsins, en Spital-hópurinn sér um gatna-, veitna- og lóðahönnun.“

Kostnaðaráætlun verkkaupa er 3,4 milljarðar króna og voru þrjú fyrirtæki sem lögðu inn tilboð í verkið undir kosnaðaráætlun.

Eftirtaldir aðilar lögðu inn tilboð í verkið:

1. Ístak hf. kr. 3.042.033.141 (89,2% af kostnaðaráætlun)

2. Loftorka Reykjavík hf. og Suðurverk. kr 3.797.159.718 (111,4% af kostnaðaráætlun)

3. Íslenskir aðalverktakar hf. kr. 2.843.198.009 (83,4% af kostnaðaráætlun)

4. Munck Íslandi kr. 3.147.917.406 (92,3% af kostnaðaráætlun)

Heimild: Vb.is