Home Fréttir Í fréttum Nýj­ar miðbæja­r­í­búðir í sölu í sum­ar í Kópavogi

Nýj­ar miðbæja­r­í­búðir í sölu í sum­ar í Kópavogi

638
0
Hér má sjá drög að því hvernig hverfið kann að líta út full­byggt. Með upp­bygg­ing­unni verður til nýr miðbær í Kópa­vogi. Teikn­ing/​Arkís

Fyrsti hluti nýs miðbæj­ar suður af Smáralind er að taka á sig mynd. Fram­kvæmd­ir við 210 íbúðir eru hafn­ar og er stefnt að því að hefja sölu á fyrstu bygg­ing­unni í ág­úst. Áformað er að af­henda fyrstu íbúðirn­ar síðla árs. Þá er hönn­un 270 íbúða langt kom­in og hefst smíði þeirra síðar á ár­inu.

<>

Fast­eignaþró­un­ar­fé­lagið Klasi stýr­ir verk­efn­inu fyr­ir hönd 201 Smára. Þrjár arki­tekta­stof­ur, Arkís, T.ark og Tendra, hanna bygg­ing­ar.

Ingvi Jónas­son, fram­kvæmda­stjóri Klasa, seg­ir nýja bæj­ar­hlut­ann, 201 Smára, hannaðan frá grunni inn í gróið hverfi. Um 84 þúsund fer­metr­ar af íbúðum og at­vinnu­hús­næði muni rísa í 201 Smára.

Ofanjarðar eru bílastæði fyrir íbúa og gesti og leiksvæði fyrir ...
Of­anj­arðar eru bíla­stæði fyr­ir íbúa og gesti og leik­svæði fyr­ir börn. Í kjall­ar­an­um eru bíla­stæði og geymsl­ur. Teikn­ing/​Arkís

Marg­vís­leg þjón­usta er í boði á svæðinu. Ásamt Smáralind eru þjón­ustukjarn­ar á Smára­torgi og í Smára­hverfi og Lind­un­um steinsnar frá. Þá er stutt í íþrótta­svæði Breiðabliks og skóla.

Rúm­ar á annað þúsund íbúa

Alls verða 675 íbúðir í hverf­inu, sem gæti full­byggt rúmað á annað þúsund íbúa. Við Smáralind verður byggt nýtt miðbæj­ar­torg, Sunnu­torg, sem verður eitt af ein­kenn­um Kópa­vogs. Það verður til dæm­is stærra en Ing­ólf­s­torg í Reykja­vík.

Hluti fyrstu íbúðanna sem fara í sölu í ág­úst verður í nýju fjöl­býl­is­húsi, Sunnu­smára 24-28, en þar verða 57 íbúðir, 57-120 fer­metr­ar en stærri íbúðir á efstu hæð. Bíla­stæði í kjall­ara fylgja.

Norðurhlið Sunnusmára 24-28 er brotin upp á jarðhæð. Með uppbrotinu ...
Norður­hlið Sunnu­smára 24-28 er brot­in upp á jarðhæð. Með upp­brot­inu skap­ast rými fyir íbúa og göngu­leið opn­ast inn á baklóð. Teikn­ing/​Arkís

Ingvi seg­ir Klasa leggja áherslu á góða blönd­un íbúða í hverf­inu. Þar verða allt frá 50 fer­metra íbúðum upp í fimm her­bergja íbúðir. Hann seg­ir íbúðirn­ar hannaðar með hag­kvæmni og sveigj­an­leika í huga. M.a. verði auðvelt að bæta við her­bergj­um, og síðar fjar­lægja þau, eft­ir þörf­um hvers tíma í hluta íbúða. Þá sé grunn­flöt­ur íbúða nýtt­ur vel.

Heimild: Mbl.is