Vegagerðin óskar eftir tilboðum í gerð hringtorgs á Hringvegi við Esjumela auk allra vega og stíga sem nauðsynleg er til að ljúka gerð vegaframkvæmdanna endanlega.
Til framkvæmdanna teljast einnig undirgöng undir Hringveg, strætóbiðstöðvar við Hringveg, gerð Víðinesvegar á um 600 m kafla og gerð Norðurgrafarvegar að Lækjarmel/Esjumel. Einnig er innifalin gerð göngu- og reiðstíga. Þá er gerð heimkeyrslna við Víðinesveg hluti verksins. Einnig eru innifaldar breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja, m.a. færsla rafstrengja með háspennu á um 500 m kafla, sem og nýlagnir.
Helstu magntölur eru:
- Jarðvinna og vegagerð
Rif malbiks og steypu 7.000 m2
Bergskeringar 3.000 m3
Ónothæfu efni ekið á losunarstað 12.000 m3
Fyllingar í vegagerð 15.000 m3
Fláafleygar 8.000 m3
Ofanvatnsræsi 500 m
Styrktarlag 10.000 m3
Burðarlag 3.000 m3
Malbik 17.000 m2
Gangstígar 1.700 m2
Reiðstígar 2.400 m2
Vegrið 300 m
Götulýsing, skurðgröftur og strengur 2.500 m
Ljósastaurar 70 stk.
- Undirgöng undir Hringveg
Mótafletir 260 m2
Járnalögn, slakbending 10.000 kg
Steypa 80 m3
Vatnsvarnarlag undir malbik 150 m²
Sigplötur, einingar 20 stk.
Forsteyptar einingar, 1 m á breidd 22 stk.
- Lagnir fyrir veitur
Skurðir fyrir veitulagnir 3.200 m3
Losun á klöpp í skurðum 250 m3
Ídráttarrör og fjölpípur 2.000 m
Jarðvír 2.200 m
Vatnslögn 350 m
Hitaveitulögn 1.000 m
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2018.
Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 28. maí 2018. Verð útboðsgagna er 2.000 kr.
Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 12. júní 2018 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.