Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir að hefjast við nýjan Kaldárselsveg

Framkvæmdir að hefjast við nýjan Kaldárselsveg

266
0

Á fundi Umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 18. Apríl var samþykkt heimild til útboðs á endurnýjun á Kaldárselsvegi að hluta. Framkvæmdin felur í sér endurgerð á veginum sem og tengingum Brekkuáss og Klettahlíðar þar við, stíga og hljóðvarnir. Jafnframt er verð að gera tvö ný hringtorg.  Framkvæmdin mun hefjast núna á vormánuðum og standa fram eftir vetri og er í samræmi við samþykkt deiliskipulag.

<>

Verktími er áætlaður frá 1. Júní og stefnt er að því að malbikun verði lokið 30. September og verklok í lok árs.  Íbúar Áslands 3 munu finna fyrir tímabundnum óþægindum á verktíma vegna hjáleiða en reynt er eftir fremsta megni að sá tími verði sem stystur.

Áhersla er lögð á öryggi gangangi og hjólandi með undirgöngum og stígum og því mun aðgengi að upplandi Hafnarfjarðar batna. Þegar framkvæmd við endurgerð Kaldárselsvegar að Hlíðarþúfum lýkur verður hægt að ganga eða hjóla á öruggum stíg frá miðbænum að afleggjaranum við Hvaleyrarvatn og fyrirhugað er að halda áfram með þá framkvæmd alla leið upp í Kaldársel.

Heimild: Hafnarfjordur.is