Home Fréttir Í fréttum Norðfjarðargöng lengjast: Búið að grafa 6,4 kílómetra

Norðfjarðargöng lengjast: Búið að grafa 6,4 kílómetra

193
0
MYND/KRISTÍN SVANHVÍT

Verktakar í Norðfjarðargöngum hafa lokið við að grafa 6.397 metra eða 84,6 prósent af heildarlengd þeirra. Eftir er að grafa 1.164 metra frá Eskifirði.

<>

Hafist var handa í nóvember 2013 en í síðustu viku voru grafnir tæpir 67 metrar. Áætlað er að alls verði grafnir 7.542 metrar en steyptir vegskálar verða 366 metrar. Gegnumbrot gæti orðið snemma árs 2016. Þá tekur við vinna við lokastyrkingar, klæðingar, vegagerð og raflagnir auk þess sem smíða þarf vegskála. Opna á göngin haustið 2017.

 

Heimild: Vísir.is