Home Fréttir Í fréttum Taf­ir hækka verð íbúða um millj­ón­ir

Taf­ir hækka verð íbúða um millj­ón­ir

216
0
Mynd: mbl.is/​Hanna

Taf­ir á bygg­ing­ar­fram­kvæmd­um geta aukið kostnað við nýj­ar íbúðir um tugi þúsunda á fer­metra. Sá kostnaður get­ur sam­an­lagt numið millj­ón­um á hverja íbúð. Þetta má ráða af grein­ingu Vil­hjálms Hilm­ars­son­ar, hag­fræðings hjá Sam­tök­um iðnaðar­ins.

<>

Til­efnið er um­fjöll­un í Morg­un­blaðinu í fyrra­dag um ít­rekaðar taf­ir á bygg­ingu Höfðatorgs. Þar var rætt við Pét­ur Guðmunds­son, stjórn­ar­formann Eykt­ar, sem sagði fé­lagið hafa orðið fyr­ir marg­vís­legu tjóni vegna hæga­gangs í af­greiðslu skipu­lags­yf­ir­valda hjá borg­inni.

Til dæm­is hefði Eykt beðið í 11 mánuði eft­ir að borg­in af­greiddi eigna­skipta­lýs­ingu í Bríet­ar­túni 9-11. Þar verða 94 íbúðir og þjón­usta á jarðhæð.

Vil­hjálm­ur Hilm­ars­son, sér­fræðing­ur í grein­ing­um hjá Sam­tök­um iðnaðar­ins, seg­ir taf­ir á bygg­ing­ar­fram­kvæmd­um í stjórn­sýslu sveit­ar­fé­laga skapa auka­kostnað fyr­ir sam­fé­lagið. Vil­hjálm­ur tók dæmi af kostnaði af eins árs töf­um á bygg­ingu 125 fer­metra íbúðar í 4-5 hæða fjöl­býl­is­húsi í út­hverfi á höfuðborg­ar­svæðinu.

Hækk­un fast­eigna­verðs vegna slíkra tafa geti orðið allt að 50 þúsund krón­ur á fer­metra vegna auk­ins fjár­magns­kostnaðar hús­byggj­anda. Það leiði aft­ur til þess að af­borg­an­ir af 40 ára jafn­greiðslu­láni hækki um allt að 15-20 þúsund krón­ur á mánuði. Sú hækk­un sé háð sam­keppni á markaði og lána­skil­mál­um.

Heimild: Mbl.is