Home Fréttir Í fréttum Tvær stofur fá að móta framtíð Hlemmsvæðisins

Tvær stofur fá að móta framtíð Hlemmsvæðisins

172
0
Mynd: Vísir/Mandaworks

Reykjavíkurborg hefur valið stofurnar Mandaworks og DLD til að þróa í sameiningu Hlemmsvæðið. Stofurnar voru tvær af þremur stofum sem skiluðu inn tillögum og þóttu tillögur þeirra tveggja spila vel saman og bæta upp það sem á skorti í tillögunum.

<>

Í desember á síðasta ári var efnt til svokallaðrar hugmyndaleitar þar sem leitað var eftir hugmyndum um framtíðarútlit í takt við nýja uppbyggingu og starfsemi á svæðinu í kringum Hlemm.Tillögunum var skilað inn í mars síðastliðnum.

Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að matsnefnd hafi talið tillögur Mandaworkds og DL „feikilega góðar“ og því var ákveðið að „ freista þess að stofna til samstarfs milli þeirra um hönnun á torginu út frá forsendum deiliskipulags sem verður unnið á grunni tillagna hugmyndaleitarinnar.“

Tillaga DLD land design gerir ráð fyrir miklum gróðri á svæðinu.Mynd/DLD land design

Í umsögn nefndarinnar segir að tillaga Mandaworks sé sannfærandi og djörf en meðal þess sem tillagan gerir ráð fyrir gróðurhúsi og borðtennisbar á svæðinu.

Um tillögu DLD segir nefndin að hún sé hlý og nærgætin sem umbreyti útliti svæðisins en gróður er í fyrrirúmi í tilögu DLD.

„Nefndin telur að tillögur Mandaworks og DLD séu sterkar saman og vegi hvor aðra upp. Mandaworks fangar andann á Hlemmi og er úthugsuð með tilliti til umferðarflæðis og styrkir þá ása sem mikið eru nýttir í dag. Hinsvegar skortir upp á hlýleika og gróður en þar liggur styrkleiki tillögu DLD og einnig má nefna að teymi DLD leysir væntanlegar Borgarlínustöðvar á einstaklega faglegan hátt,“ segir á vef Reykjavíkurborgar.

Stefnt er að því að nýtt deiliskipulag liggi fyrir í haust og að þá geti hönnunarvinna hafist.

Heimild: Visir.is