Home Fréttir Í fréttum Vilja byggja glæsihótel yst á Húsavíkurhöfða

Vilja byggja glæsihótel yst á Húsavíkurhöfða

283
0
Mynd: Fakta Bygg / Magu Design
Í dag var kynnt á Húsavík hugmynd að tvöhundruð herbergja hóteli efst á Húsavíkurhöfða. Markmiðið er að fá erlenda hótelkeðju til samstarfs og kynna verkefnið á heimsvísu.

Það er íslenskur byggingaverktaki í Noregi sem hefur ásamt hönnuðum og fleirum unnið að þessu verkefni frá því í desember.

<>

Yrði eitt stærsta hótel á landsbyggðinni

Hótelið yrði eitt það stærsta utan höfuðborgarsvæðisins og staðsetningin einstök. „Það var skipulögð þarna hótellóð og er mjög sérstök staðsetning, á eyju út í Atlantshafið, í norðri og út á klettabrún“ segir Kristján Eymundsson, eigandi Fakta Bygg AS.

Hringlaga bygging og slútir fram af höfðanum

Við hönnun hótelsins er tekið mið af staðsetningunni og byggingin á að falla inn í umhverfið. Húsið er hringlaga og er teiknað fram af höfðanum. „Við kusum að lækka bygginguna niður í landslagið og draga hana út af klettabrúninni,“ segir Åse Øydegard, arkitekt hjá Magu Design og einn af hönnuðum hótelsins. „Það er 360 gráðu útsýni frá hótelinu, þannig að það verður fallegt útsýni úr öllum herbergjum þess. Og við hönnunina nýtum við okkur sólarljósið og þá stórkostlegu náttúru sem er þarna á höfðanum.“

Norskar hótelkeðjur í sigtinu

Kristján segir forvinnu verkefnisins lokið og fjárfestar séu tilbúnir í samstarf við fyrsta áfanga. Hugmyndin sé því tilbúin til kynningar hjá erlendum hótelkeðjum. „Við sáum fyrir okkur í upphafi stóru norsku hótelkeðjurnar. Þær eru margar með starfsemi í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og ekki á Íslandi. En svo sjáum við fyrir okkur fleiri keðjur sem við ætlum að setja okkur í samband við.“ Áætlað er að sú vinna standi fram á haust. „Og við gætum byrjað að byggja 2019,“ segir Kristján.

Heimild: Ruv.is