Home Fréttir Í fréttum Vatnsverksmiðjuhúsið í Rifi rifið

Vatnsverksmiðjuhúsið í Rifi rifið

420
0
Mynd: Skessuhorn.is

Í vikunni var byrjað að rífa niður vatnsverksmiðjuhúsið í Rifi í Snæfellsbæ og mun eigendur hússins, fyrirtækið Móabyggð í Reykjavík, láta flytja það með skipi burt af staðnum. Að sögn Kristins Jónassonar bæjarstóra veittu skipulagsnefnd og bæjarstjórn samþykki fyrir niðurrifi hússins og því að það yrði fjarlægt af svæðinu.

<>

Húsið er um 7200 fermetrar að flatarmáli og var á sinni tíð byggt af félaginu Iceland Glacier Product. Eins og kunnugt er fór vatnsátöppun aldrei fram í húsinu.

Félagið sem stóð fyrir byggingu hússins og væntanlegum vatnsútflutningi fór í þrot og húsið á uppboð í framhaldi þess. Reikna má með að ofantaka hússins sé ekki flókið verkefni þótt húsið sé mikið að vöxtum. Grind þess er úr límtré og það er síðan klætt með yleiningum sem festar eru með skrúfum utan á grindina.

Heimild: Skessuhorn.is