Home Fréttir Í fréttum 4 milljarðar til viðbótar í vegaframkvæmdir

4 milljarðar til viðbótar í vegaframkvæmdir

135
0
Mynd: Ruv.is
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að veita fjórum milljörðum króna til vegaframkvæmda á árinu. Fjármunirnir koma úr almennum varasjóði sem fjármála- og efnahagsráðherra fer með, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Samkvæmt fjárlögum er að auki ætlunin að verja átta milljörðum til viðhalds í ár. Þar af er áætlað að verja 3,7 milljörðum króna til að endurnýja slitlög og 1,6 milljarði í styrkingarframkvæmdir. „Þetta mun gera okkur kleift að ljúka strax á þessu ári mikilvægum vegabótum, sem ella hefðu þurft að bíða fram á næsta ár,“ er haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í tilkynningunni.

<>

Vegagerðin hefur metið brýnustu verkefnin sem hægt er að ráðast í og er unnið að því að leggja mat á og forgangsraða nauðsynlegum viðhaldsframkvæmdum og ráðstafa því fjármagni sem til reiðu er.

Heimild: Ruv.is