Home Fréttir Í fréttum 11.06.2018 Útboð vegna gatnaframkvæmda og jarðvinnu við nýtt þjóðarsjúkrahús

11.06.2018 Útboð vegna gatnaframkvæmda og jarðvinnu við nýtt þjóðarsjúkrahús

393
0

Nýr Landspítali ohf hefur auglýst útboð, í samstarfi við Ríkiskaup og Framkvæmdasýslu ríkisins, vegna framkvæmda við Hringbrautarverkefnið.

<>

Um er að ræða framkvæmdir vegna jarðvinnu fyrir meðferðarkjarnann, götur, göngustíga, bílastæði og annan lóðafrágang, ásamt fyrirhuguðum bílakjallara.

Meðferðarkjarninn er stærsta byggingin í uppbyggingu Hringbrautarverkefnisins. Aðrar byggingar eru nýtt sjúkrahótel, sem þegar er risið og verður tekið í notkun innan skamms, rannsóknahús og bílastæða-, tækni- og skrifstofuhús.

Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH: „Útboð vegna jarðvinnu við nýjan meðferðarkjarna er stór áfangi í Hringbrautarverkefninu. Nýr meðferðarkjarni mun gerbreyta allri aðstöðu fyrir sjúklinga, starfsmenn og aðstandendur. Samkvæmt okkar áætlunum mun bygging spítalans verða lokið 2024 í samræmi við framlagða fjármálaáætlun 2019-2023. Fullnaðarhönnun, stendur nú yfir og hefur verið notuð aðferðarfræði notendastuddrar hönnunar sem leiðir það af sér að hagsmunaaðilar taka virkan þátt í hönnunarferlinu. Hönnun hússins er í höndum Corpus-hópsins, en Spital-hópurinn sér um gatna-, veitna- og lóðahönnun.“

Opnun tilboða verður hjá Ríkiskaupum 6.júní næstkomandi.

Heimild: Nýr Landspítali