Home Fréttir Í fréttum Perlan: Eldurinn rakinn til logsuðu á tanki

Perlan: Eldurinn rakinn til logsuðu á tanki

280
0
Mynd: RÚV - Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Talið er að eldurinn sem kviknaði í Perlunni í gær hafi kviknað út frá logsuðutæki. Unnið var hörðum höndum að því að hreinsa í dag. Skemmdir virðast mestar á einum vatnstankanna og á hluta útsýnispalls. „Ein af verstu stundum lífs míns var í gær, að horfa á Perluna brenna“, segir forstjóri Perlunnar. Hann gleðst í dag enda skemmdir mun minni en útlit var fyrir.

Verið var að vinna við að gera stórt gat eða nokkurs konar dyr á einn af gömlu hitaveitutönkunnum í gær. Eldur úr logsuðutæki mun hafa farið inn í einangrun á tankinum og þaðan læst sig upp með honum og í útsýnispallinn í kringum Perluna en hann er að hluta til úr tré.

<>
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV – Kristinn Þeyr Magnússon – RÚV

„Eldurinn kemur upp í tanki sem við fengum afhenda um daginn. Þar erum við að koma fyrir stjörnuveri og það var ekki neitt inn í þessum tanki þegar eldurinn kom upp,“ segir Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlunnar. Fyrirtæki hans og fleiri, Perla norðursins, tók Perluna á leigu af Reykjavíkurborg 2016.

„Eins og mér leið klukkan fjögur í gær sem var ein af mínu verstu stundum að horfa á Perluna brenna og við búin að eyða svona miklum tíma í þetta að horfa síðan á þetta núna og staðan er svona miklu miklu betri en ég hefði nokkurn tíma þorað að vona að það er bara ævintýri og undur eins og þessi sýning.“

Gunnar reiknar á að opnun sýningarinnar Landið, ströndin og hafið verði opnuð um miðjan maí í stað 1. maí vegna eldsvoðans. Í tankinum þar sem bruninn kom upp í gær verður opnað hátæknivætt stjörnuver í október. Tölvubúnaður og skjávarpar virðast vera í lagi, segir hann, en smá skemmdir urðu á gólfi og veggjum. Þegar er ein sýning í Perlunni á jöklum og íshellum. Sú sýning, veitingahúsið Kaffitár og útsýnispallurinn verða opnuð mjög fljótlega.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV – Kristinn Þeyr Magnússon – RÚV
Heimild: Ruv.is