Home Fréttir Útboð 26.05.2015 Háaleitisskóli Álftamýri, þakviðgerðir 2015

26.05.2015 Háaleitisskóli Álftamýri, þakviðgerðir 2015

260
0

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:

<>

Háaleitisskóli Álftamýri, þakviðgerðir 2015 – Útboð nr. 13506

Verk þetta nær til viðgerða og endurbóta á þaki og veggjum skólans.  Verkið felst í endurnýjun á þéttilagi þakanna, þ.e. að fjarlægja núverandi þakdúk, endureinangra ofan á loftaplötu yfir gangi skólans, gera við gluggasúlur ásamt tilheyrandi múrviðgerðum, leggja nýjan asfaltdúk á þakið ásamt tilheyrandi frágangi þakdúks.
Framkvæma skal verkið samkvæmt verklýsingum EFLU og í samræmi við ákvæði gildandi reglugerða sem eiga við þessa framkvæmd og er verktaki að fullu ábyrgur fyrir því að þeim sé fylgt.

Helstu magntölur verksins:

Rif og hreinsun á þakdúk 440 m2
Rif og hreinsun FOAMGLAS einangrun 185 m2
Einangrun með steinull 185 m2
Einangrun með steinullarfleygum 80 m2
Múrviðgerðir á gluggasúlum 40 stk.
Frágangur á þakbrúnum 135 m
Blikkfrágangur við gluggalanghlið  75 m

Verktími er 10. júní til 15. ágúst 2015.

Útboðsgögn á geisladiski verða seld á 3.000 kr. frá kl. 13:00 mánudaginn 11. maí 2015 í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12–14, 1.hæð, 105 Reykjavík.

Opnun tilboða: Þriðjudaginn 26. maí 2015 kl. 10:00, í Borgartúni 12-14. Tilboðum skal skilað í þjónustuver Reykjavíkurborgar.