Home Fréttir Í fréttum Lóðir lausar til úthlutunar í Hveragerði

Lóðir lausar til úthlutunar í Hveragerði

383
0
Lóðirnar sem lausar eru til úthlutunar eru rauðmerktar á myndinni.

Hér með eru auglýstar lausar til úthlutunar fjórar lóðir fyrir einbýlishús við Þórsmörk í Hveragerði. Lóðirnar eru á bilinu 756 m2 til 824 m2 að stærð.

<>

Umræddar lóðir eru staðsettar í miðbæ Hveragerðisbæjar, við eina elstu götu bæjarins, í örfárra mínútna fjarlægt frá grunnskólanum og í næsta nágrenni við Sundlaugina Laugaskarð.

Lóðunum verður úthlutað á fundi bæjarráðs í byrjun maí. Berist fleiri en ein umsókn um hverja lóð verður dregið á milli umsækjenda að viðstöddum fulltrúa sýslumanns.

Hér má lesa skilmála deiliskipulags á Grímsstaðareitnum en umsækendur eru hvattir til að kynna sér þá: http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/DisplayDoc.aspx?itemid=04635769637065540352

Hér má sjá þær reglur sem í gildi eru um úthlutun lóða í bæjarfélaginu: http://hveragerdi.is/files/58d3ad10f1759.pdf

Heimild: Hveragerdi.is