Home Fréttir Í fréttum Nasa-sal­ur­inn við Austurvöll rif­inn

Nasa-sal­ur­inn við Austurvöll rif­inn

412
0
Mynd: mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Verið er að rífa Nasa-sal­inn við Thor­vald­sens­stræti í Reykja­vík. Sal­ur­inn verður síðan end­ur­byggður í upp­runa­legri mynd í sam­ráði við sér­fræðinga Minja­stofn­un­ar.

<>

Bygg­ing­ar­full­trúi Reykja­vík­ur­borg­ar samþykkti að heim­ila niðurrifið fyrr á ár­inu, en Nasa-sal­ur­inn var friðlýst­ur af for­sæt­is­ráðherra í des­em­ber 2013. Upp­haf­lega stóð til að rífa bygg­ing­una og var friðlýs­ing­in viðbrögð við há­vær­um mót­mæl­um.

„Sal­ur­inn er mjög illa far­inn, byggður úr lé­legu efni árið 1942, og sam­kvæmt deili­skipu­lagi þarf að sökkva hon­um um það bil tvo metra niður í jörðina til að upp­fylla hljóðkröf­ur,“ sagði Bene­dikt Ingi Tóm­as­son, verk­fræðing­ur og verk­efna­stjóri fram­kvæmda á Lands­s­ímareitn­um, í sam­tali við Morg­un­blaðið í byrj­un fe­brú­ar.

End­ur­bygg­ing­in er hluti af fram­kvæmd­um við nýtt hót­el á veg­um Icelanda­ir á staðnum. Stefnt er að því að þeim ljúki á næsta ári.

Nasa-sal­ur­inn er viðbygg­ing til vest­urs við timb­ur­húsið við Thor­vald­sens­stræti 2, sem byggt var 1878. Í timb­ur­hús­inu var Kvenna­skóli Þóru Mel­steð upp­haf­lega til húsa. Seinna voru þar skrif­stof­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins um ára­bil og reisti flokk­ur­inn bak­húsið und­ir skemmt­ana­hald og sam­kom­ur.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Heimild: Mbl.is