Tilboð opnuð 20. mars 2018. Vegagerðin og Reykjavíkurborg óskuðu eftir tilboðum við gerð göngubrúar yfir Breiðholtsbraut við Norðurfell í Reykjavík.
Um er að ræða gerð göngubrúar úr eftirspenntri steinsteypu 95 m yfir Breiðholtsbraut við Norðurfell í Reykjavík. Brúin er steypt bitabrú í 4 höfum þar sem eitt hafið nær yfir Breiðholtsbraut. Í brúnni eru stálsúlur úr ryðfríu stáli og einnig er handrið úr ryðfríu stáli. Einnig er innifalin nauðsynleg færsla á lögnum á meðan á framkvæmdum stendur og uppsetning, rekstur og niðurtekt á viðvörunarbúnaði vegna hárra bíla.
Helstu magntölur eru:
- Gröftur 200 m3
- Fylling við steypt mannvirki 370 m3
- Mótafletir 580 m2
- Járnalögn, slakbending 27.000 kg
- Eftirspennt járnalögn 4.000 kg
- Uppspenna og grautun 3 stk.
- Steypa 180 m3
- Vatnsvörn 160 m2
- Handrið 190 m
Verkinu skal vera að fullu lokið 1. október 2018.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Munck Íslandi ehf., Kópavogi | 155.531.879 | 124,4 | 9.532 |
Skrauta ehf., Hafnarfirði | 146.000.000 | 116,8 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 125.000.000 | 100,0 | -21.000 |