Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir hafnar á brunareitnum í Skeifunni

Framkvæmdir hafnar á brunareitnum í Skeifunni

229
0
Mynd: Skjáskot af Ruv.is

Framkvæmdir eru hafnar á lóðinni í Skeifunni í Reykjavík þar sem stórbruni varð fyrir tæpum fjórum árum. Til stendur að reisa nákvæmlega eins byggingar og þær sem stóðu á lóðinni fyrir brunann, og opna þar Bónusverslun í haust

<>

Sunnudagskvöldið 6. júlí 2014 varð stórbruni í Skeifunni 11. Nokkur hús brunnu til grunna og tjónið hljóp á hundruðum milljóna, ef ekki milljörðum. Lóðin hefur síðan þá verið notuð sem bílastæði fyrir bílaleigubíla.

Fyrir rúmu ári síðan keypti fyrirtækið Hagar lóðina. Finnur Árnason, forstjóri fyrirtækisins, segir að ákveðið hafi verið að endurreisa húsin sem stóðu þar fyrir. Ástæðan sé sú að til þess að fá fullar tryggingabætur, sem fylgdu kaupunum, þurfi að reisa eins byggingar og voru þar fyrir.

Finnur segir að stefnt sé að því að ljúka framkvæmdum í haust, annað hvort í september eða október. Í nýju byggingunum verði opnuð 1.200 fermetra Bónusverslun, en samhliða því verði Bónusversluninni í Faxafeni lokað. Sú verslun er 800 fermetrar. Finnur segir að það komi vel til greina að reisa fleiri byggingar á lóðinni þegar fram líða stundir.

Heimild: Ruv.is