Home Fréttir Í fréttum 1,7 milljarða króna gjald­þrot vinnu­véla­fyrir­tækis

1,7 milljarða króna gjald­þrot vinnu­véla­fyrir­tækis

374
0
Mynd: Wikipedia

Um 171 milljón króna fékkst greitt upp í kröfur í 1,7 milljarða króna gjaldþroti FS 14 ehf, áður Íshluta. Fyrirtækið var stofnað árið 1998 og sérhæfði sig framan af í sölu notaðra vinnuvéla.

<>

Fjallað var um fyrirtækið í Bílablaði Morgunblaðsins árið 2006 þar sem fram kom að fyrirtækið hefði á átta árum vaxið úr fjögurra manna fyrirtæki í 30 manna fyrirtæki sem var leiðandi í innflutningi og útflutningi á vinnuvélum.

Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að FS 14 ehf hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta árið 2010. Skiptum í búinu lauk rúmum átta árum síðar, eða þann 9. mars.

Alls var kröfum að fjárhæð 1,7 milljarðar króna lýst í búið auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardaginn veturinn 2010.

Samþykktar voru forgangskröfur sem námu 21,6 milljón krónum sem greiddust að fullu. Þá voru samþykktar veðkröfur upp á 933 milljónir króna svo langt sem veð fengist að baki þeim náð.

Alls greiddust 157 milljónir króna upp í veðkröfur eða tæplega 17 prósent. Almennar kröfur í búið námu 776 milljónum króna en ekkert greiddist upp í þær.

Heimild: Visir.is