Home Fréttir Í fréttum Fimm tilboð bárust í tvær eignir Kadeco á Ásbrú

Fimm tilboð bárust í tvær eignir Kadeco á Ásbrú

553
0
Reykjanesbær

Fimm tilboð bárust í tvær eignir Kadeco, Valhalarbraut 891 og Suðurbraut 890, sem auglýstar voru til sölu í byrjun árs. Stjórn Kadeco hefur tekið hæstu tilboðum sem bárust í eignirnar, en söluferlið er þó háð forkaupsrétti Verne Real Estate hf. (Verne) að báðum eignum.

<>

Verne á rétt á því að ganga inn í tilboðin en þó á öðrum kjörum en kauptilboðin hljóða, samkvæmt samkomulagi Verne og Kadeco frá árinu 2015.

Að sögn Mörtu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Kadeco, liggur ákvörðun Verne ekki fyrir að svo stöddu en félagið hefur 45 daga til að ákveða hvort það hyggst nýta forkaupsrétt sinn.

Sá frestur rennur út þann 1. apríl hvað varðar Valhallarbraut 891 og 12. apríl hvað varðar Suðurbraut 890.

Þann 13. febrúar sl. bárust eftirfarandi tilboð í eignirnar:

Valhallarbraut 891:

  • Sverrir Sverrisson hf. –  kr. 35.000.000
  • JS Rentals ehf. – kr. 43.500.000
  • Húsvakur ehf. – kr. 15.000.000

Tilboði JS Rentals ehf. var tekið.

Suðurbraut í 890:

  • Húsvakur ehf. – kr. 60.000.000
  • Sverrir Sverrisson hf. –  kr. 70.000.000

Báðum tilboðum var hafnað en aðilum boðið að bjóða í eignirnar aftur. Í seinni atrennu, þann 21. febrúar sl., buðu aðilar aftur og þá með eftirfarandi hætti:

  • Húsvakur ehf. – kr. 78.000.000
  • Sverrir Sverrisson hf. –  kr. 71.500.000

Tilboði Húsvakurs ehf. var tekið.

Öll tilboð bárust í lokuðum umslögum og voru opnuð samtímis að bjóðendum viðstöddum.

Heimild: Sudurnes.net