Home Fréttir Í fréttum Vilja byggja 500 einingaríbúðir undir starfsfólk Keflavíkurflugvallar

Vilja byggja 500 einingaríbúðir undir starfsfólk Keflavíkurflugvallar

120
0
Mynd: Reykjanesbær

Icelandair óskaði eftir því að fá lóð í Reykjanesbæ til þess að byggja húsnæði fyrir starfsfólk.

IGS, sem annast þjónustu við flugfélög og farþega á Keflavíkurflugvelli, vill byggja einingaríbúðir undir starfsfólk Keflavíkurflugvallar í Reykjanesbæ. Félagið, sem er hluti af Icelandair Group, sendi inn erindi á Reykjanesbæ þar sem félagið óskaði eftir að byggja tveggja til þriggja hæða byggingu úr um 500 íbúðaeiningum á Fitjum í Reykjanesbæ milli Njarðarbrautar og Sjávargötu.

Erindinu var hafnað á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar þar sem byggingamagn væri ekki í neinu samræmi við nálæga íbúðabyggð. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir félagið hafa verið með til skoðunar að finna húsnæði fyrir starfsfólk á Keflavíkurflugvelli. Þetta sé ein af þeim hugmyndum.

Heimild: Vb.is

Previous articleVerkís og Arkís arkitektar hönnuðu byggingu ársins í Noregi
Next articleStefnt að byggingu 33 leiguíbúða á Akranesi