Home Fréttir Í fréttum Segir kostnað Vaðlaheiðarganga 34 milljarða: „Hingað til hefur kerfið einfaldlega neitað að...

Segir kostnað Vaðlaheiðarganga 34 milljarða: „Hingað til hefur kerfið einfaldlega neitað að reikna ríkisábyrgðina rétt“

241
0
Mynd: Vaðlaheiðagöng

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, greinir frá því á Facebooksíðu sinni í dag, að hann hafi loksins fengið svar frá fjármálaráðuneytinu við fyrirspurnum sínum um hvernig lánið til framkvæmdar Vaðlaheiðaganga væri reiknað, ef farið væri að lögum um ríkisábyrgðir, en ríkið ábyrgðist framkvæmdina að þeim forsendum gefnum, að vegtollar myndu standa undir kostnaði og rekstri þeirra. Verkið hefur tafist um tvö ár og kostnaður margfaldast frá upphaflegum hugmyndum, sem var um níu milljarðar.

<>

Björn segir að miðað við nýju forsendurnar, muni heildarkostnaður við framkvæmdina verða um 34 milljarðar:

„Þrátt fyrir lög um ríkisábyrgðir þá fjölluðu allar greiningar um framkvæmdina eins og um lán á áhættulausum ríkisvöxtum væri að ræða. Allar forsendur um gjaldheimtu og rekstrargrundvöll gangnanna voru reiknaðar á miklu lægri vöxtum en lög um ríkisábyrgð segja. Ég skildi ekki af hverju og spurði hvernig lánið væri reiknað ef farið væri að lögum um ríkisábyrgðir. Ég er búinn að spyrja ítrekað og nákvæmlega um þessa útreikninga frá því 23. maí 2017 af því að ég vildi fá þá inn í nefndarálit hjá mér fyrir afgreiðslu viðbótarríkisábyrgðar en ég fékk engin svör. Ég er búinn að spyrja aftur og aftur þangað til ég fékk loks svar núna 12. mars 2018. Þar kemur fram að ef lánsheimild verður nýtt að fullu, göngin opnuð í árslok 2018, verð í gegnum göngin verði 1.250 kr. án VSK ásamt nokkrum öðrum forsendum, að staða framkvæmdarlánsins yrði 33,8 milljarðar þegar reksturinn verður færður til einkaaðila og lánið endurfjármagnað hjá fjárfestum. Það er heildarkostnaðurinn við framkvæmdina og áhættu ríkisins sem ábyrgðaraðila fjármögnunar. Það er kostnaðurinn sem framkvæmdaraðili hefði þurft að fjármagna hjá almennum fjárfestum. Það er kostnaðurinn sem framkvæmdin þarf að standa skil á ef verkið á að teljast einkaframkvæmd og réttlæta tilveru sína utan samgönguáætlunar.“

 

 

Björn Leví segir einnig að kerfið hafi neitað að reikna ríkisábyrgðina rétt og að framkvæmdin verði aldrei að einkarekstri, nema með gríðarmiklum afskriftum ríkisins, sem stríði gegn lögum um ríkisábyrgðir:

„Hingað til hefur kerfið einfaldlega neitað að reikna ríkisábyrgðina rétt og allar ákvarðanir hafa verið teknar eins og um ríkisframkvæmd væri að ræða. Í umræðu um viðbótarlánið í fyrra hvatti ég ríkisstjórnina til þess að gera málið upp á heiðarlegan hátt, viðurkenna að þessi framkvæmd stæði aldrei undir sér á þeim forsendum sem voru gefnar og fjármagna göngin bara sem opinbera framkvæmd. Þá var ég því miður ekki með þessar tölur sem koma fram í svari Ríkisábyrgðarsjóðs. Núna liggja þær hins vegar fyrir og spurningin er hvað verður gert í framhaldinu? Mér finnst mjög augljóst að þessi framkvæmd verður aldrei að einkarekstri, það myndi ekki gerast nema með gríðarlegum afskriftum af hálfu ríkisins og það stríðir gegn lögum um ríkisábyrgðir. Göngin munu því óhjákvæmilega falla í rekstur hjá ríkinu og þá tekur við enn stærri spurning, hvað þýðir það fyrir samgönguáætlun? Vilja ekki öll önnur landssvæði þá líka sína ríkisábyrgðarframkvæmd fram hjá samgönguáætlun líka?“

 

Þá segir Björn Leví um ríkisábyrgðir:

 

„Tilgangur laga um ríkisábyrgðir er að lágmarka áhættu hins opinbera þegar það veitir ríkisábyrgð án þess að veita lántaka einhverja sérstaka fyrirgreiðslu. Það þýðir að ríkið veitir lántaka lán á sömu kjörum og lántaki fengi á opnum markaði, en vegna áhættu þá treysta almennir fjárfestar sér ekki til þess að fjármagna framkvæmdina. Ríkið kemur þá að og segir, “framkvæmdin verður arðbær fyrir samfélagið og þess vegna viljum við sjá til þess að af henni verði”, eða eitthvað álíka. Það sem er mikilvægt er að lánið er á sömu kjörum og almennir fjárfestar myndu veita ef þeir vildu taka áhættuna, til þess að lántaki sé ekki að fá styrk frá ríkinu fyrir einhverri einkaframkvæmd umfram aðra sem eru í svipuðum framkvæmdum. Þessu var einmitt bætt inn í lög um ríkisábyrgð árið 2011: “Ábyrgðargjald skal svara að fullu til þeirrar ívilnunar sem viðkomandi aðili nýtur, á grunni ríkisábyrgðar, í formi hagstæðari lánskjara umfram þau kjör sem almennt bjóðast á markaði án ríkisábyrgðar”. Framkvæmdin um Vaðlaheiði var einmitt metin sem spákaupmennska (lánshæfismat CAA1 eða CCC með vexti upp á 13,1% ofan á áhættulausa vexti).“

 

„Í mars á síðastliðnu ári komu forsvarsmenn Vaðlaheiðargangna í heimsókn til fjárlaganefndar til þess að kynna fyrir nefndinni þau vandræði sem þar voru í gangi vegna tafa og útgjalda umfram áætlanir, að það þyrfti að bæta meira fjármagni í framkvæmdina til þess að klára göngin. Ég ætla að láta það liggja algerlega á milli hluta hvort framkvæmdin er mikilvæg eða ekki því sitt sýnist hverjum um það. Það er annað mál og mikilvægara sem þarf að ræða vegna þessarar framkvæmdar, það er ríkisábyrgðin sem var samþykkt um gangnagerðina.

Tilgangur laga um ríkisábyrgðir er að lágmarka áhættu hins opinbera þegar það veitir ríkisábyrgð án þess að veita lántaka einhverja sérstaka fyrirgreiðslu. Það þýðir að ríkið veitir lántaka lán á sömu kjörum og lántaki fengi á opnum markaði, en vegna áhættu þá treysta almennir fjárfestar sér ekki til þess að fjármagna framkvæmdina. Ríkið kemur þá að og segir, “framkvæmdin verður arðbær fyrir samfélagið og þess vegna viljum við sjá til þess að af henni verði”, eða eitthvað álíka. Það sem er mikilvægt er að lánið er á sömu kjörum og almennir fjárfestar myndu veita ef þeir vildu taka áhættuna, til þess að lántaki sé ekki að fá styrk frá ríkinu fyrir einhverri einkaframkvæmd umfram aðra sem eru í svipuðum framkvæmdum. Þessu var einmitt bætt inn í lög um ríkisábyrgð árið 2011: “Ábyrgðargjald skal svara að fullu til þeirrar ívilnunar sem viðkomandi aðili nýtur, á grunni ríkisábyrgðar, í formi hagstæðari lánskjara umfram þau kjör sem almennt bjóðast á markaði án ríkisábyrgðar”. Framkvæmdin um Vaðlaheiði var einmitt metin sem spákaupmennska (lánshæfismat CAA1 eða CCC með vexti upp á 13,1% ofan á áhættulausa vexti).

Þrátt fyrir lög um ríkisábyrgðir þá fjölluðu allar greiningar um framkvæmdina eins og um lán á áhættulausum ríkisvöxtum væri að ræða. Allar forsendur um gjaldheimtu og rekstrargrundvöll gangnanna voru reiknaðar á miklu lægri vöxtum en lög um ríkisábyrgð segja. Ég skildi ekki af hverju og spurði hvernig lánið væri reiknað ef farið væri að lögum um ríkisábyrgðir. Ég er búinn að spyrja ítrekað og nákvæmlega um þessa útreikninga frá því 23. maí 2017 af því að ég vildi fá þá inn í nefndarálit hjá mér fyrir afgreiðslu viðbótarríkisábyrgðar en ég fékk engin svör. Ég er búinn að spyrja aftur og aftur þangað til ég fékk loks svar núna 12. mars 2018. Þar kemur fram að ef lánsheimild verður nýtt að fullu, göngin opnuð í árslok 2018, verð í gegnum göngin verði 1.250 kr. án VSK ásamt nokkrum öðrum forsendum, að staða framkvæmdarlánsins yrði 33,8 milljarðar þegar reksturinn verður færður til einkaaðila og lánið endurfjármagnað hjá fjárfestum. Það er heildarkostnaðurinn við framkvæmdina og áhættu ríkisins sem ábyrgðaraðila fjármögnunar. Það er kostnaðurinn sem framkvæmdaraðili hefði þurft að fjármagna hjá almennum fjárfestum. Það er kostnaðurinn sem framkvæmdin þarf að standa skil á ef verkið á að teljast einkaframkvæmd og réttlæta tilveru sína utan samgönguáætlunar.

Til þess að reksturinn nái að standa undir þessu þá þyrfti árleg umferð að aukast um 9% umfram háspá Vegagerðarinnar á hverju ári. Það myndi þýða að árið 2055 væri umferðin um göngin 49.700 bílar á dag, eins og stendur í svarinu sem ég fékk loksins.

Hingað til hefur kerfið einfaldlega neitað að reikna ríkisábyrgðina rétt og allar ákvarðanir hafa verið teknar eins og um ríkisframkvæmd væri að ræða. Í umræðu um viðbótarlánið í fyrra hvatti ég ríkisstjórnina til þess að gera málið upp á heiðarlegan hátt, viðurkenna að þessi framkvæmd stæði aldrei undir sér á þeim forsendum sem voru gefnar og fjármagna göngin bara sem opinbera framkvæmd. Þá var ég því miður ekki með þessar tölur sem koma fram í svari Ríkisábyrgðarsjóðs. Núna liggja þær hins vegar fyrir og spurningin er hvað verður gert í framhaldinu? Mér finnst mjög augljóst að þessi framkvæmd verður aldrei að einkarekstri, það myndi ekki gerast nema með gríðarlegum afskriftum af hálfu ríkisins og það stríðir gegn lögum um ríkisábyrgðir. Göngin munu því óhjákvæmilega falla í rekstur hjá ríkinu og þá tekur við enn stærri spurning, hvað þýðir það fyrir samgönguáætlun? Vilja ekki öll önnur landssvæði þá líka sína ríkisábyrgðarframkvæmd fram hjá samgönguáætlun líka?“

Heimild: Eyjan.is