Home Fréttir Í fréttum Semja um sölu íbúða í 201 Smára

Semja um sölu íbúða í 201 Smára

424
0
201 Smári og Lind fasteignasala hafa ákveðið að hefja samstarf um sölu íbúða í 201 Smára. Samkomulag þess efnis var undirritað í dag. Frá vinstri eru Stefán Jarl Martin, Kristján Þórir Hauksson, Gunnar Valsson og Hannes Steindórsson, eigendur Lind, og Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa, í einu af húsunum sem þar er að rísa. Mynd: Visir.is

Uppbygging í 201 Smára er nú í fullum gangi og samkvæmt áætlun. Um er að ræða nýja 620 íbúða byggð mun rísa í Smáranum, sunnan Smáralindar í Kópavogi. Gert er ráð fyrir að fyrstu íbúar geti flutt inn seint næsta haust að sögn Ingva Jónassonar, framkvæmdastjóra Klasa, sem sér um framkvæmd verkefnisins. 201 Smári og Lind fasteignasala hafa ákveðið að hefja samstarf um sölu íbúða í 201 Smára. Samkomulag þess efnis var undirritað í dag.

<>

Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Um er að ræða fjölbreytt form íbúða, tveggja herbergja og upp í fimm herbergja íbúðir. Mikið er lagt upp úr hönnun og nýtingu rýma íbúða til að ná fram hagkvæmi og auka notagildi. Meðal annars er unnið út frá könnunum sem verkefnið hefur gert um viðhorf íbúa til ýmissa þátta, t.d. um notkun og stærð rýma,“ segir Ingvi.

Íbúðagata hverfisins mun heita Sunnusmári, aðalgatan fær nafnið Silfursmári og torg upp við Smáralindina mun nefnast Sunnutorg.

„201 Smári er mjög spennandi verkefni, bæði íbúðirnar og hverfið í heild sinni sem og nálægð þess við þjónustu og stofnbrautir. Hugmyndafræðin, hönnunin og skipulagið að baki 201 Smára byggir á nútímalegri nálgun sem ekki hefur verið boðið upp á áður hér á landi. Þetta er stærsta hverfið í Kópavogi sem fer í uppbyggingu á einu bretti með alls 620 íbúðir,“ segir Hannes Steindórsson, einn eigenda fasteignasölunnar Lind.

Heimild: Visir.is