Home Fréttir Í fréttum Gagnaver mun rísa á Korputorgi

Gagnaver mun rísa á Korputorgi

334
0
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone, Þorsteinn G. Gunnarsson forstjóri Opinna kerfa, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Friðrik Þór Snorrason forstjóri Reiknistofu bankanna og Sævar Ólafsson framkvæmdastjóri Korputorgs við undirritun samningsins í dag. Mynd: Vísir/Birgir Ísleifur Gunnarsson

Fyrsta gagnaver Reykjavíkur verður reist á Korputorgi á árinu og voru samningar þess efnis undirritaðir í dag á Korputorgi. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag.

<>

Í fréttatilkynningu kemur fram að um er að ræða umhverfisvænt hátæknigagnaver í eigu Opinna kerfa, Vodafone, Reiknistofu bankanna og Korputorgs ehf. Reiknað er með að gagnaverið verði eitt það tæknilegasta og öflugasta á landinu.

Gagnaverið verður allt að 5 þúsund fermetrar og verður byggingin byggð í áföngum og mun fyrsti áfangi kosta hátt í milljarð króna. Framkvæmdir hefjast fljótlega og gera áætlanir ráð fyrir því að fyrsti áfangi verði tilbúin snemma árs 2019.

Aðalvélarsalur Reiknistofu bankanna

Gagnaverið mun vera aðalvélasalur Reiknistofu bankanna. Það mun upfylla svokallaðan Tier III staðal sem þýðir að í þjónustukeðju gagnaversins verður nægur varabúnaður til staðar til að tryggja algert þjónustuöryggi.

Staðsetning gagnaversins er mikilvæg en afkastamiklir ljósleiðarar liggja nú þegar um Korputorg.

„Korputorg mun leigja út húsnæði fyrir starfsemi gagnavers ásamt því að vera þátttakandi í rekstri þess. Þetta skref samræmist vel tilgangi félagsins sem fasteignafélag og að nýta þau tækifæri sem Korputorg hefur upp á að bjóða. Til viðbótar er áhugavert að taka beinan þátt í verkefninu sem við bindum miklar vonir við,“ segir Sævar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri Korputorgs.

Heimild: Visir.is