Home Fréttir Í fréttum Íslandsbanki vill rífa húsið á Kirkjusandi

Íslandsbanki vill rífa húsið á Kirkjusandi

323
0
Mynd: Kjarninn.is

Íslandsbanki hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að fá að hefja framkvæmdir á lóð fyrirtækisins við Kirkjusand. Í Morgunblaðinu í dag segir að því felist meðal annars að rífa húsnæðið sem áður hýsti höfuðstöðvar fyrirtækisins.

<>

Húsnæðið hefur staðið autt í á annað ár en Íslandsbanki flutti starfsemina í Norðurturninn í Kópavogi. Var það ekki síst gert vegna þess að Kirkjusandshúsið liggur undir miklum skemmdum vegna raka og myglusvepps.

„Það þarf að gera við húsið töluvert mikið og þess vegna ákváðum við að höfuðstöðvar bankans að þeim væri betur komið fyrir á nýjum stað,“ sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, í samtali við fréttastofu vorið 2016, þegar ástand hússins var í brennidepli.

Í samningi sem Íslandsbanki og Reykjavíkurborg undirrituðu árið 2015 er kveðið á um uppbyggingu, skipulag og skiptingu Kirkjusandsreitsins. Gert er ráð fyrir um 300 nýjum íbúðum á svæðinu, af þeim munu 180 koma í hlut borgarinnar.

Reitnum verður skipt upp í nokkrar lóðir og er byggingarmagn í heild áætlað um 75–85 þúsund fermetrar. Um helmingur byggingarmagns verður atvinnuhúsnæði, skrifstofur og þjónusta.

Heimild: Visir.is