Home Fréttir Í fréttum Íslandshótel hyggjast byggja við Franska spítalann á Fáskrúðsfirði

Íslandshótel hyggjast byggja við Franska spítalann á Fáskrúðsfirði

140
0
Á Fáskrúðsfirði

Íslandshótel hafa ákveðið að fjölga hótelherbergjum á Fáskrúðsfirði og verða með 47 herbergi. „Við erum að opna 21 herbergi þar á næsta ári í viðbót,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastóri Íslandshótela. Fosshótel, sem eru í rekstri Íslandshótela, opnuðu hótel í Franska spítalanum í fyrra og þar eru nú 26 herbergi.

<>

Nú verður byggt nýtt hús við hlið Franska spítalans. „Það stendur eitt og sér en er í raun húsaþyrping, læknabústaðurinn, franski spítalinn, kapellan og sjúkraskýlið,“ segir Davíð Torfi.
Davíð Torfi segir að reksturinn fyrir austan hafi gengið mjög vel. Það hafi verið uppselt allt sumarið í fyrra, en veturinn gengið merkilega vel líka. „Við bindum miklar vonir við þetta svæði og alveg eins með Vestfirðina. Við rekum hótel á Patreksfirði og opnuðum það 2013. Það hefur komið mjög vel út og við höfum mikla trú á því svæði,“ segir Davíð Torfi.

Hann býst við því að þegar vegasamgöngur batni á Vestfjörðum þá eigi ferðaþjónusta þar eftir að vaxa enn meira.

Heimild: Vísir.is