Home Fréttir Í fréttum Loksins glittir í flutning Hamranes- og Ísalslína úr byggð

Loksins glittir í flutning Hamranes- og Ísalslína úr byggð

168
0
Mynd: mbl.is/​​Hari

Í gær laugardaginn 17. febrúar birtist  auglýsing í fjölmiðlum frá Landsneti um útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði.  Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð.  Það eru fyrstu merki um framkvæmdir á færslu línunnar frá því að uppbygging hófst á Völlunum í Hafnarfirði.

<>

„Þetta er mikill áfangi fyrir Hafnarfjörð. Við höfum barist fyrir þessu frá því að byrjað var að byggja á Völlunum. Lítið hefur hreyfst og málið er orðið virkilega aðkallandi og áríðandi fyrir bæjarfélagið og íbúa þess að sjá aðgerðir og fyrir endann á færslu línanna úr byggð og nánast úr húsagörðum hjá fólki“, segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri.

Hamraneslínur ná yfir lóðir í nýju íbúahverfi í Skarðshlíð og væntanlegu nýju íbúabyggð í Hamranesi.  Ásamt því að liggja þétt að byggð í löngu uppbyggðum hverfum á Völlunum.

 

Eins og áður kom fram hefur barátta bæjaryfirvalda í Hafnarfirði fyrir því að Hamraneslínur verði fluttar úr byggð innan  sveitarfélagsins staðið lengi yfir.

Árið 2009 var undirritaður samningur milli Landsnets og Hafnarfjarðarbæjar. Í Þeim samningi var gert ráð fyrir flutningi á Hamraneslínu í þremur áföngum sem átti að hefjast árið 2011 og verklok í síðasta lagi árið 2017.

Þann 25. október 2012 var ljóst að þetta myndi ekki ganga eftir og var því  undirritaður viðauki milli Landsnets og Hafnarfjarðarbæjar þar sem kom fram að niðurrif Hamraneslína og færsla átti að hefjast eigi síðar en 2016 og ljúka eigi síðar en 2020

 

„Það var svo í upphafi þessa kjörtímabils, sem undirritaður var nýr samningur á milli Hafnarfjarðarbæjar og Landsnets þar sem við töldum að  of langt væri að bíða til ársins 2020 að línurnar færu“, segir Haraldur. Í samningnum segir í annarri grein  að rífa eigi Hamraneslínu fyrir árslok 2018.  Ljóst er að miðað við að framkvæmdir eru að hefjast í ár mun það ekki takast fyrr en á árinu 2019.  Til viðbótar í samningnum frá 2015 er samkomulag um flutning á Ísallínu fjarri íbúabyggð, sem ber að fagna að fékkst í gegn. „ Frá því að nýr samningur var undirritaður árið 2015 hafa bæjaryfirvöld barist fyrir því að staðið væri við samninginn og framkvæmdir hæfust, sem nú vonandir sést fyrir endann á“, segir Haraldur.

 

Bygging nýrra legu Lyklafellslínu ( Sandskeiðslínu 1 ) er forsenda þess að hægt verði að fjarlægja Hamraneslínur og flytja Ísallínur. Línan er á framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar 2015-2024 og því samþykkt af Orkustofnun. Framkvæmdin hefur farið í mat á umhverfisáhrifum.

 

Framkvæmdaleyfin sem sveitarfélögin hafa gefið út vegna framkvæmdanna hafa verið kærð og er úrskurðar að vænta í næsta mánuði.

Heimild: Hafnarfjörður.is