Home Fréttir Í fréttum 07.03.2018 Aðalvöllur Fylkis – Flóðlýsing

07.03.2018 Aðalvöllur Fylkis – Flóðlýsing

265
0
Mynd: Íþróttafélagið Fylkir

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í verkið:

<>

Aðalvöllur Fylkis. Flóðlýsing, útboð nr. 14166

Lauslegt yfirlit yfir verkið: 
Verkið felst í að útvega, setja upp og prófa flóðlýsingu á endurgerðan aðalvöll með gervigrasi á íþróttasvæði Fylkis í Reykjavík.

Verktaki skal hanna og skila útreikningum sem sýna að lágmarkskröfum sé náð. Verktaki skal hanna lýsinguna í samræmi við kröfur staðalsins ÍST EN 12193:2007 um lýsingu á fótboltavelli utanhúss skv. Class I.

Gert er ráð fyrir 24m háum ljósamöstrum á hornum vallarins.

Útboðsgögn verða  eingöngu  aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 10:00  mánudaginn 19 febrúar 2018.
Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku.

Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Register“ eða „Nýskráning“.

Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00,  þann 7. mars 2018.