Home Fréttir Í fréttum Aldrei gengið hægar að byggja í borginni

Aldrei gengið hægar að byggja í borginni

148
0
Mynd: Reykjavik.is

Aldrei áður í skráðri sögu Reykja­vík­ur­borgar hefur annar eins fjöldi íbúða staðið óklár­aður yfir eins langt tíma­bil og síð­ast­liðin 5 ár. Það á sama tíma og það hefur sjaldan verið eins lítið fram­boð á íbúð­um. Það á sama tíma og það hefur sjaldan verið eins lítið bætt við af full­kláruðum íbúð­um. Það á sama tíma og Dagur B. Egg­erts­son hefur verið borg­ar­stjóri í Reykja­vík.

<>

Borg­ar­stjór­inn og meiri­hlut­inn í borg­inni hafa verið dug­leg að stæra sig af því að 2017 hafi verið metár í úthlut­unum lóða. En það var ekki seinna vænna á þessu kjör­tíma­bili en að byrja að úthluta lóðum af ein­hverjum krafti. En í mars á síð­asta ári var staðan þessi eins og sést hér, að Reykja­vík ásamt Garðabæ voru langtum aft­ast í lóða­út­hlut­unum miðað við hin sveit­ar­fé­lögin í kring það sem af var af kjör­tíma­bil­inu, leið­rétt er fyrir íbúa­fjölda.

Of lítið of seint

En hvað sem því líð­ur, þá býr fólk ekki á úthlut­uðum lóðum ein­göngu. Fólk þarf full­gerðar íbúðir til að búa í. Metár í úthlut­unum er lítið annað en upp­söfnuð þörf. Það er lítið mál að halda úthlut­unum í skefjum í 3 ár og springa svo út með þær á 4 árinu og slá sig til ridd­ara fyrir vik­ið.  Líta um leið fram­hjá því að það hefði verið hægt að byggja og klára stóran hluta af þessum íbúðum ef þeim hefði verið deilt út jafnt og þétt.

Enda ef við skoðum fjölda full­gerðra íbúða í Árs­skýrslu Bygg­ing­ar­full­trúa Reykja­víkur, þá sést að það er hvergi nærri neitt metár. Enda vita það allir sem eru á leigu­mark­aði eða að leita sér að hús­næði, að það hefur ekki verið annar eins skortur í manna minn­um. Þessi skortur er hluti af þétt­ing­ar­stefnu borg­ar­meiri­hlut­ans. Þeir hafa haldið að sér höndum með að byggja upp á auð­veldum stöðum í úthverfum til að freista þess að byggja á dýrum lóðum sem eru meira mið­svæð­is. Fyrir þessa stefnu blæðir ungt fólk í leit að sinni fyrstu íbúð í dag.

Raunar væri sann­gjarn­ara að skoða þessa mynd sem hlut­fall af fólks­fjölda. Því það eru auð­sjá­an­lega mikið fleiri sem þurfa íbúð í dag heldur en fyrr á tíð­um, þegar borgin var ekki svo fjöl­menn sem hún er nú.

Hér sést hversu illa upp­bygg­ingin er að mæta þörf­inni. Jafn­framt sést hvernig þörfin hefur safn­ast upp. Maður skildi ætla að bygg­ing­ar­verk­takar næðu að maka krók­inn í svona skorti og gætu selt íbúðir eins hratt og þeir geta látið ham­ars­höggin dynja.

En stað­reyndin er sú að hér hefur safn­ast upp því­líkt magn af ókláruðum íbúðum að annað eins hefur ekki þekkst í sögu borg­ar­inn­ar. Hver skildi ástæðan fyrir þessu vera? Það skildi þó ekki vera að lóð­irnar sem fékkst leyfi til að byggja á séu svo dýrar að það finn­ist ekki kaup­andi eða fjár­magn til að klára bygg­ing­una?

Ábyrgðin er mikil

Ábyrgð núver­andi borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluta á þessum skorti er mik­il. Þétt­ing­ar­stefnan hefur brugð­ist. Nú er mál að linni. Við þurfum að fara í stór­á­tak hér í borg­inni. Útþenslu­stefna þarf að taka við og það þarf að mæta þörf­inni fyrir ódýrar lóðir og íbúðir á við­ráð­an­legu verði hratt! Núver­andi borg­ar­stjórn undir for­ystu Dags B. hefur sýnt að þau muni ekki gera þetta.

 

Grein eftir : Viðar Freyr Guðmundsson  14. febrúar 2018

Heimild: Kjarninn.is