F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í verkið:
Suðurlandsbraut milli Engjavegar og Langholtsvegar. Göngu- og hjólastígar, útboð nr. 14136
Verkið felst í :
- Gerð hjólastígs við hlið núverandi göngustígs frá Engjavegi að Álfheimum. Einnig er verið að aðlaga núverandi stíg á köflum, bæði í plani og hæð.
- Gerð göngustígs við hlið núverandi stígs milli Álfheima og Skeiðarvogar ásamt færslu á bekkjum og gerð nýs áningastaðar. Lagfæringar á núverandi stíg á köflum.
- Gerð stoðveggjar meðfram göngu- og hjólastígs á lóðarmörkum Olís.
- Gerð hjólastíg við hlið núverandi göngustígs frá Skeiðarvogi að Langholtsvegi.
- Breyting gatnamóta Álfheima og Suðurlandsbrautar.
- Götulýsing við stíga.
- Færsla og niðursetning niðurfalla og grjótsvelgja.
- Færsla brunahana.
- Niðurtekt, fjarlæging og færsla gróðurs ásamt frágangi og ræktun á framkvæmdasvæðinu.
Helstu magntölur eru:
Uppúrtekt | 3.500 m3 |
Fylling | 2.830 m3 |
Mulningur | 2.950 m2 |
Malbik | 3.085 m2 |
Hellulögn | 420 m2 |
Jarðstrengir | 1.150 m |
Ljósastólpar | 37 stk. |
Upprif trjáa | 143 stk |
Þökulögn | 1.600 m2 |
Gróðursetning | 1.843 stk. |
Steypumót | 181 m2 |
Steypa | 45 m3 |
Bendistál | 5.091 kg |
Lokaskiladagur verksins er 1. október 2018.
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 13:00, þriðjudaginn 23. janúar 2018.
Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku.
Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Register“ eða „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 6. febrúar 2018.