Home Fréttir Í fréttum 06.02.2018 Suðurlandsbraut milli Engjavegar og Langholtsvegar. Göngu- og hjólastígar

06.02.2018 Suðurlandsbraut milli Engjavegar og Langholtsvegar. Göngu- og hjólastígar

173
0

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í verkið:

<>

Suðurlandsbraut milli Engjavegar og Langholtsvegar. Göngu- og hjólastígar, útboð nr. 14136

Verkið felst í :

  • Gerð hjólastígs við hlið núverandi göngustígs frá Engjavegi að Álfheimum. Einnig er verið að aðlaga núverandi stíg á köflum, bæði í plani og hæð.
  • Gerð göngustígs við hlið núverandi stígs milli Álfheima og Skeiðarvogar ásamt færslu á bekkjum og gerð nýs áningastaðar. Lagfæringar á núverandi stíg á köflum.
  • Gerð stoðveggjar meðfram göngu- og hjólastígs á lóðarmörkum Olís.
  • Gerð hjólastíg við hlið núverandi göngustígs frá Skeiðarvogi að Langholtsvegi.
  • Breyting gatnamóta Álfheima og Suðurlandsbrautar.
  • Götulýsing við stíga.
  • Færsla og niðursetning niðurfalla og grjótsvelgja.
  • Færsla brunahana.
  • Niðurtekt, fjarlæging og færsla gróðurs ásamt frágangi og ræktun á framkvæmdasvæðinu.

Helstu magntölur eru:

Uppúrtekt 3.500 m3
Fylling 2.830 m3
Mulningur 2.950 m2
Malbik 3.085 m2
Hellulögn 420 m2
Jarðstrengir 1.150 m
Ljósastólpar 37 stk.
Upprif trjáa 143 stk
Þökulögn 1.600 m2
Gróðursetning 1.843 stk.
Steypumót 181 m2
Steypa 45 m3
Bendistál 5.091 kg

Lokaskiladagur verksins er 1. október 2018.

Útboðsgögn verða  eingöngu  aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 13:00, þriðjudaginn 23. janúar 2018.

Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku.

Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Register“ eða „Nýskráning“.

Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 6. febrúar 2018.