Home Fréttir Í fréttum Hrunamannahreppur: Högnastaðarás – Verslunar- og þjónustusvæði

Hrunamannahreppur: Högnastaðarás – Verslunar- og þjónustusvæði

133
0

Óskum eftir samstarfsaðila

<>

Hrunamannahreppur auglýsir eftir samstarfsaðila vegna uppbyggingar á verslunar- og þjónustusvæði á Högnastaðaás á Flúðum

Um er að ræða ca. 5 hektara svæði, merkt VÞ4,  þar sem hægt er að gera ráð fyrir starfsemi fyrir hótel- og veitingarekstur ásamt annarri þjónustu tengdri ferðaþjónustu.

Byggingar yrðu lágreistar    1 til 2 hæðir og felldar að landi eftir því sem kostur er. Samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir að gisting geti verið fyrir allt að 200 manns.

Áhugasamir skili upplýsingum um áform og hugmyndir á netfangið hruni@fludir.is  eigi síðar en 26. febrúar n.k.

Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 480-6600 eða á netfangið hruni@fludir.is

Heimild: Hrunamannahreppur