Home Fréttir Í fréttum Miklabraut í stokk til að þétta byggð

Miklabraut í stokk til að þétta byggð

395
0
Mynd: Haraldur Guðjónsson /vb.is

Þorsteinn R. Hermannsson samgöngustjóri Reykjavíkur segir að mat á fýsileika þess að setja Miklubraut á stokk, sem borgarráð lét setja í vinnslu í fyrra, verði birt á næstu vikum að því er Morgunblaðið greinir frá.

<>

Gera hugmyndirnar ráð fyrir því að stokkurinn verði á 1,5 kílómetra kafla milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar, að hann verði mögulega á einni hæð á um 8 til 10 metra týpi með tveimur akreinum í báðar áttir. Síðan hefur verið rætt um að ofanjarðar verði ein akrein í hvora átt fyrir almenna umferð sem hægt verði á, og tvær akreinar fyrir almenningssamgöngur.

Hámarkshraði lækkaður og umferð tafin

Rifjar Þorsteinn upp í þessu samhengi hugmyndir um að Hringbraut yrði breytt í borgargötu með minni hámarkshraða en nú sé leyfður sem og hugmyndir um að stokkurinn myndi ná alla leið frá Kringlumýrarbraut og að Hringbraut við Landspítalann.

„Með því breytist flæði bílaumferðar. Þá myndi stokkur bæta aðstæður á yfirborðinu og draga úr umferðarhávaða, ásamt því sem möguleikar til uppbyggingar á veghelgunarsvæðum myndu aukast,“ segir Þorsteinn sem sér fyrir sér að þannig myndu skapast tækifæri til að þétta byggð enn meira.

„Umhverfisgæði þeirra sem þarna búa myndu aukast mikið. Þetta yrði gjörbreyting. Um 80-90% af bílaumferðinni myndu fara um stokkinn.“ Á aðalskipulagi til ársins 2013 er jafnframt gert ráð fyrir göngum í gegnum Öskjuhlíð frá bílastæði Háskólans í Reykjavík rétt suður fyrir núverandi göngubrú yfir Kringlumýrarbraut.

Heimild: Vb.is