Home Fréttir Í fréttum ÍAV mun reisa 140 íbúðir á Kirkjusandi í Reykjavík

ÍAV mun reisa 140 íbúðir á Kirkjusandi í Reykjavík

495
0

Nýlega var undirritaður samningur milli ÍAV annars vegar og 105 Miðborgar og Íslandssjóða hins vegar, um uppbyggingu á Kirkjusandi í Reykjavík. Verkið felst i byggingu bílakjallara, um 140 íbúða auk þjónustu- og skrifstofubyggingar. Alls um 34.000 m2.

<>

Upphæð verksamningsins er um 10 milljarðar og er þetta því stærsti verksamningur sem ÍAV hefur gert í langan tíma.

ÍAV mun hafa umsjón með öllum framkvæmdum og hönnun sem þegar er hafin.

Arkitektar eru Schmidt–Hammer-Lassen, VA arkitektar og THG arkitektar. Verkfræðihönnun annast Lota.

Undirbúningur verksins mun nú fara á fullt skrið og er gert ráð fyrir að framkvæmdir á verkstaðnum hefjist í byrjun mars.

Aðalverkefnisstjóri er Höskuldur Tryggvason.

Heimild: IAV