Home Fréttir Í fréttum Ný Arn­ar­hlíð tek­in að mót­ast við Vals­svæðið

Ný Arn­ar­hlíð tek­in að mót­ast við Vals­svæðið

340
0
Teikn­ing/​Alark arki­tekt­ar

Vinna við að steypa lyftu­hús og stiga­ganga er haf­in á svo­nefnd­um D-reit á Hlíðar­enda í Reykja­vík. Alls 142 íbúðir verða á D-reit, eða 7 fleiri en áður var áætlað.

<>

Kristján Ásgeirs­son, arki­tekt hjá Alark arki­tekt­um, hef­ur unnið að hönn­un á D-reit. Spurður um hönn­un á reitn­um seg­ir Kristján óvenju­legt að hús­in fylla al­veg út í lóðina.

„Þetta er ekki hefðbund­in fjöl­býl­is­húsalóð með bíla­plani. Þarna stend­ur húsið á allri lóðinni og með inn­g­arði. Bíla­stæðin eru á tveim­ur hæðum í kjall­ara. Það er því búið að flytja bíla­stæðalóðina neðanj­arðar,“ seg­ir Kristján í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag.

Lögmaður lóðar­hafa á D-reit áætlaði í bréfi til skipu­lags­yf­ir­valda í borg­inni sl. vor að fer­metra­verð íbúða á reitn­um yrði um 580 þúsund krón­ur. Sam­kvæmt því mun 100 fer­metra íbúð kosta 58 millj­ón­ir.

Heimild: Mbl.is