Home Fréttir Í fréttum Endurbætur við Listasafn Akureyrar fram úr áætlun

Endurbætur við Listasafn Akureyrar fram úr áætlun

354
0

Endurbætur sem nú standa yfir á Listasafni Akureyrar stefna í allt að 700 milljónir í kostnað en gert var ráð fyrir að kostaður yrði um 576 milljónir þegar gengið var til samninga við verktaka í sumar.

<>

Fjárhagsáætlun í bókun bæjarstjórn Akureyrar fyrir árin 2018-2021 gagnrýnd, m.a. að tillögur meirihlutans um fjárveitingar til einstakra verkefna hafa ekki gengið eftir áætlun, en þar má nefna framkvæmdir á lóð Naustaskóla og Sundlaug Akureyrar.„Mér finnst þetta gagnrýnisvert og t.a.m. er kostnaður við endurbætur á Listasafninu komin verulega fram úr áætlun. Þetta mun verða til þess að leigukostnaður á Listasafninu verður um 70 milljónir á ári en ekki 40 milljónir.

Það hlýtur að leiða til þess að taka verður fyrirliggjandi rekstraráætlun upp og endurvinna,“ segir Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akureyrar.

Áætlað er að framkvæmdum við Listasafnið ljúki þann 1. júní 2018.

Heimild: Kaffid.is