Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við sjóböð skammt norðan við Húsavík eru í fullum gangi

Framkvæmdir við sjóböð skammt norðan við Húsavík eru í fullum gangi

267
0
Stefnt er á að opna sjóböðin á næsta ári. Mynd: vb.is/Aðsend mynd

Framkvæmdir við sjóböð skammt norðan við Húsavík eru í fullum gangi og ráðgert er að opna í maí á næsta ári. Sjóböðin eiga að geta tekið á móti 100 þúsund gestum á ári að því er fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2.

<>

Verið er að reisa 600 fermetra hús með veitingastað og búningaaðstöðu, og 500 fermetra útisvæði með heitum laugum. Bygging sjóbaðanna er fyrsti áfangi verkefnisins. Í framhaldinu er einnig ráðgert að reisa einnig hótel á sama stað.

Ráðgert er að fyrsti áfanginn kosti 500 til 600 milljónir króna. Búist er við að 12 til 14 störf verði til á ársgrundvelli og yfir 30 störf yfir sumartímann.

Heimild: Vb.is