Home Fréttir Í fréttum Fé­lag eldri borg­ara í Reykja­vík að byggja tvö fjöl­býl­is­hús í Árskóg­um

Fé­lag eldri borg­ara í Reykja­vík að byggja tvö fjöl­býl­is­hús í Árskóg­um

535
0
Fé­lag eldri borg­ara í Reykja­vík og ná­grenni er að byggja tvö ný fjöl­býl­is­hús í næsta ná­grenni við Mjódd­ina. MótX verk­tak­ar byggja hús­in. Teikn­ing/​ARKÍS arki­tekt­ar

Fé­lag eldri borg­ara í Reykja­vík og ná­grenni (FEB) hef­ur látið stækka tvö fjöl­býl­is­hús, sem það er nú að reisa í Árskóg­um 1-3, þannig að þau rúmi sam­tals 68 íbúðir í stað 52 íbúða. Bætt var einni hæð við hvort hús og verða þau fimm hæðir auk þakhæðar.

<>

Í um­fjöll­un um fram­kvæmd­ir þess­ar í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Gísli Jafets­son, fram­kvæmda­stjóri FEB, að búið væri að samþykkja breytt deili­skipu­lag á öll­um víg­stöðvum. Nú er þess beðið að það verði aug­lýst í Stjórn­artíðind­um.

„Við fund­um fyr­ir svo mikl­um áhuga að við ákváðum að fara fram á að bæta við einni hæð í hvoru húsi og fjölga íbúðunum,“ seg­ir Gísli. Bygg­ing hús­anna er haf­in og hef­ur feng­ist leyfi fyr­ir einni hæð í einu á meðan beðið er eft­ir aug­lýs­ingu á nýju deili­skipu­lagi.

Heimild: Mbl.is