Home Fréttir Í fréttum Nær uppselt á Verk og vit 2018

Nær uppselt á Verk og vit 2018

51
0

Þremur mánuðum fyrir opnun sýningar sem er tileinkuð byggingariðnaði, er sýningarsvæðið orðið nær uppselt.

<>

ær uppselt er á stórsýninguna Verk og vit sem haldin verður í fjórða sinn dagana 8.–11. mars 2018 í íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Sýningin er tileinkuð byggingariðnaði, skipulagsmálum, mannvirkjagerð og tengdum greinum.

Þrír mánuðir í Verk og vit

„Við finnum fyrir miklum áhuga á sýningunni og nú þremur mánuðum fyrir opnun er sýningarsvæðið nær uppselt,“ segir Ingibjörg Gréta Gísladóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar. „Mjög vel tókst til með Verk og vit síðast og var mikil ánægja á meðal sýnenda.“

Ingibjörg segir mikinn hug í sýnendum og nú þegar séu margir byrjaðir að hanna sýningarsvæði sitt. Samtök iðnaðarins, samstarfsaðilar sýningarinnar, benda á að það sé afar mikilvægt þegar litið er til næstu missera að ráðast í innviðaframkvæmdir á ýmsum sviðum til þess að undirbyggja hagvöxt til lengri tíma.

Í því verkefni er byggingariðnaðurinn í lykilhlutverki og bendir Ingibjörg Gréta á að sýnendur á Verki og viti séu tilbúnir í það verkefni.

Um Verk og vit

Sýningin er ætluð framleiðendum og innflytjendum sem koma að bygginga- og mannvirkjagerð á ýmsum stigum, s.s. sveitarfélögum, verktökum, iðnaðar- og þjónustufyrirtækjum, hönnuðum og ráðgjöfum. Fyrstu tvo dagana, 8. og 9. mars, verður sýningin opin fyrir fagaðila en helgina 10.–11. mars verður almenningur einnig boðinn velkominn.

Um 23.000 gestir sóttu sýninguna í Laugardalshöll árið 2016 þar sem um 100 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög kynntu vörur sínar og þjónustu. Sem dæmi um sýnendur má nefna byggingarverktaka, verkfræðistofur, tækjaleigur, skóla, fjármálafyrirtæki, ráðgjafarfyrirtæki og sveitarfélög.

Fjölbreyttir viðburðir verða haldnir samhliða sýningunni og verða þeir kynntir þegar nær dregur. Skráning er á vef sýningarinnar; www.verkogvit.is. Framkvæmdaraðili sýningarinnar er AP almannatengsl en samstarfsaðilar eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins, BYKO og Landsbankinn.

Heimild: Vb.is